Nýja JC stiklan lofar rándýrri mynd

Það eru skemmtilegir tímar framundan fyrir nokkra af bestu Pixar-leikstjórunum. Brad Bird (The Incredibles, Ratatouille) frumsýnir fjórðu Mission: Impossible-myndina eftir nokkrar vikur og Andrew Stanton (Finding Nemo, Wall-E) er væntanlegur með 250 milljón dollara Disney-sprengju sem ber heitið John Carter. Í gær fengum við að sjá glænýtt plakat og núna er komin stikla sem sýnir talsvert meira en við höfum áður séð.

Það er svolítill „Prince of Persia-í-bland-við-síðustu-þrjár-Star Wars“ fílingur á þessu öllu en maður vonar að leikstjórinn viti hvað hann er að gera.

Njótið sýnishornsins og skrollið svo niður til að segja hvað ykkur finnst.