Colin Farrell ætlaði að hætta að leika

Leikarinn Colin Farrell undirbýr sig nú fyrir Total Recall, endurgerð á samnefndri mynd frá árinu 1990, en hann fer með hlutverkið sem Arnold Schwarzenegger fór með í upprunalegu myndinni. En það munaði litlu að Colin Farrell hætti að leika, en í viðtali lýsti hann óánægju sinni með kvikmyndina Alexander frá árinu 2004. Alexander, sem Oliver Stone leikstýrði og skartaði meðal annars þeim Angelinu Jolie og Anthony Hopkins, fékk heldur betur slæma dóma og er til að mynda með 17% í meðaleinkunn á síðunni Rotten Tomatoes.

Í viðtalinu segir Farrell, „Það var erfitt. Ég ætlaði að hætta að leika. Ég gat ekki farið niður í búð og keypt sígarettur án þess að finnast ég þurfa að biðja sölumanninn afsökunnar, ef svo vildi til að hann hefði séð hana.“ Stuttu seinna lék hann í spennumyndinni Miami Vice ásamt Jamie Foxx, en sú mynd fékk ekki mikið betri viðtökur. „Ég féll algerlega í sundur í þeirri mynd.“

Sem betur fer hefur leikarinn írski náð sér aftur á strik, en tökur á Total Recall hefjast snemma á þessu ári.

– Bjarki Dagur