Depardieu í barokkið með Bach

Franski leikarinn Gerard Depardieu er nýjasta viðbótin við leikarahóp ævisögulegu kvikmyndarinnar Bach, sem fjallar um hið rómaða 17. aldar barokktónskáld Johann Sebastian Bach.

gerard-depardieu

Max Von Sydow (Star Wars: The Force Awakens), Axel Milberg (Hannah Arendt) og Marianne Sagebrecht (Bagdad Cafe) leika einnig í myndinni. Leikstjóri er That Good Night leikstjórinn Eric Styles. Handrit skrifar Jeffrey Freedman, sem einnig er á meðal framleiðenda.

Ekki er enn búið að ráða í hlutverk Bach sjálfs.

„Ég held að þetta muni gleðja milljónir aðdáenda tónskáldsins. Þessi mynd Jeffrey Freedman er mikilvæg, og ég hef lengi verið aðdáandi Bach,“ sagði Depardieu í tilkynningu.

Það eru engir aukvisar sem sjá um tæknihlið myndarinnar. Óskarsverðlaunaði kvikmyndatökumaðurinn Vittorio Storaro (The Last Emperor, Apocalypse Now) tekur myndina upp, klippari verður Tariq Anwar (American Beauty, The King’s Speech) og Óskarsverðlaunatónskáldið Gabriel Yared (The English Patient) sér um tónlistina, sem eðlilega verður áberandi í myndinni.

Tökur eiga að hefjast seint á næsta ári.