Bono: Frá Íslandi til Palm Springs

Svo virðist sem Bono, söngvari U2, hafi flogið beint til Bandaríkjanna eftir dvöl sína á Íslandi um áramótin.

bonoHann var viðstaddur Palm Springs-kvikmyndahátíðina í Kaliforníu á laugardaginn. Þar tók hann á móti Visionary-verðlaununum fyrir hönd U2 ásamt gítarleikaranum The Edge.

Bono hefur lengi barist gegn útbreiðslu alnæmis og talaði um það í ræðu sinni. „Við nálgumst merk tímamót ef við höldum áfram að berjast fyrir því að heil kynslóð verði laus við AIDS,“ sagði hann. „Framtíðarsýn án loforðs er fantasía og við höfum ekki áhuga á slíku.“

Meryl Streep tók á móti Icon-verðlaununum á hátíðinni, auk þess sem Sandra Bullock, Julia Roberts og Tom Hanks voru á meðal gesta.