Hver er framtíð Batmans?

Það þykir fullvíst að The Dark Knight Rises, sem kemur út í sumar, verði síðasta myndin í Batman seríu Christophers Nolans, og Christian Bale hefur að sama skapi sagt að hann muni ekki koma aftur. Eins víst er þó að WB munu ekki láta gullkálfinn í friði lengi, og því stendur aðeins eftir spurningin um hvernig næsta útgáfa Batman seríunnar mun líta út, og hvaða leikstjóri fær að spreyta sig á efninu.

LA Times veltu þessari spurningu fyrir sér á dögunum og fengu listamanninn Hartter til þess að búa til ímynduð plaköt fyrir nokkrar hugsanlegar (eða óhugsanlegar) útgáfur seríunnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að Wes Anderson sé uppáhaldið mitt. Mynduð þið annars vilja sjá einhverja þessara mynda?