Hlustaðu á stefin úr Tinna

Ævintýri Tinna: Leyndarmál Einhyrningsins er eins og allir vita væntanleg í mánuðinum. Kvikmyndir.is verða með sérstaka forsýningu á myndinni mánudagskvöldið 24. október, þeir sem ekki eru búnir að tryggja sér miða eru hvattir að gera það hið fyrsta.

Steven Spielberg leikstýrir myndinni, og eins og alltaf gerir John Williams tónlistina við myndir Spielbergs. Nú býður þýzka síðan cinemamusica.de upp á að heyra brot úr tónlist Williams við myndina -og já, þetta hljómar eins og John Williams. Þó að ég hafi ekki pikkað upp neitt eitt minnisstætt þema í fljótu bragði, þá mun þetta eflaust styðja vel undir myndina eins og alltaf. Það er líka einhvernvegin einstaklega Evrópskt yfirbragð yfir þessu, nokkrar harmonikkur og smá óperusöngur. Sumt reyndar soldið djass-skotið, og annað minnir mann einhvernvegin á Raiders of the Lost Ark… smellpassar einhvernveginn við Tinna. Tékkið á þessu hér

Ég hlakka ennþá meira til að sjá myndina við að heyra þetta. En þið?