Við teljum niður í jólin: Uppáhalds jólamynd Íslendinga – #5-7

Áfram höldum við að telja niður í uppáhalds jólamynd Íslendinga samkvæmt könnun sem var haldin hér á vefnum í nóvember. Í dag koma inn heilar þrjár myndir, þar sem undirritaður átti í listrænum ágreiningi við tölvuna sína um helgina, og við viljum öll komast að toppsætinu fyrir jól. Lítum á hvaða myndir sitja í fimmta, sjötta og sjöunda sæti…

7. sæti:
A MIRACLE ON 34TH STREET (1947 & 1994)
Hér er ómögulegt að gera upp á milli gömlu og nýju útgáfunnar, þar sem í báðum tilfellum er um að ræða afar hjartnæma útfærslu á sögu um mann sem er sannfærður um að hann sé jólasveinninn, en þarf að svara til saka í réttarhöldum til að sanna að hann sé ekki geðveikur. Með hjálp lítillar stelpu nær hann að snúa málum sér í hag og sannfæra heiminn um að hér sé jólasveinninn sjálfur á ferð, enda trúin á jólin og jólasveininn eitt það fallegasta sem við eigum.

6. sæti:
THE NIGHTMARE BEFORE CHRISTMAS (1993)
Tim Burton og Henry Selick bjuggu hér til stop-motion mynd sem sneri snarlega upp á ævintýrið um Draum á Jólanótt, en hér er Jack Skellington aðal“maðurinn“ í Hrekkjavökubænum hræðilega, en þar snýst hver einasti dagur um að undirbúa Hrekkjavöku á hverju ári. Vill hann komast að því hver leyndardómur jólanna er, en lendir aldeilis í ævintýrum á leiðinni. Þessi er fastur punktur í jólaundirbúningi ótrúlega margra Íslendinga.

5. sæti:
LOVE ACTUALLY (2003)
Hér er hið þekkta og skothelda form bresku rómantísku gamanmyndarinnar tekið og sett í fallegan jólabúning af meistaranum Richard Curtis. Margar sögur, sem fjalla um fólk frá ýmsum stöðum, allt frá klámleikurum til sjálfs forsætisráðherrans, segja frá leit að ástinni, hamingju og einhverjum til að eyða jólunum með. Enn einn fastagestur í sjónvörpum margra landsmanna um hver jól.


Love Actually – All I Want For Christmas Is You – MyVideo


Christmas.Is.All.Around
Uploaded by Anthony-54. – See the latest featured music videos.

Hverjar af þessum þremur eru fastir punktar í jólaundirbúningi ykkar? Endilega segið okkur frá!

-Erlingur Grétar