Þrælamynd best í Toronto

Mynd breska leikstjórans Steve McQueen, 12 Years a Slave, vann í dag aðal áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem nú er að ljúka.

Myndin er byggð á sjálfsævisögu Solomon Northup frá árinu 1853 og segir frá Northup, leiknum af Chiwetel Ejiofor, sem var rænt og hann hnepptur í þrældóm, og í framhaldinu þurfti hann að þola grimmdarlega meðferð hjá ýmsum eigendum sínum.

12 years a slave

Í öðru sæti varð mynd Stephen Frears, Philomena, og mynd Denis Villeneuve, Prisoners, varð í þriðja sæti.

Mynd Sion Sono, Why Don’t You Play In Hell?, fékk Midnight Madness verðlaunin og mynd , Jehane Noujaim, The Square, var af áhorfendum valin besta heimildamyndin.

Ida eftir Pawel Pawlikowski vann FIPRESCI dómnefndarverðlaunin í Special Presentations dagskrá hátíðarinnar.  FIPRESCI dómnefndin valdi síðan The Amazing Catfish eftir Claudia Sainte-Luce, bestu myndina í Discovery dagskrá hátíðarinnar.

NETPAC (Network for the Promotion of Asian Cinema) verðlaunin fyrir bestu alþjóðlegu eða asísku myndina, fékk Quissa eftir Anup Singh. 

Alan Zweig vann dómnefndarverðlaunin fyrir bestu kanadísku bíómyndina, When Jews Were Funny.

Empire of Dirt eftir Peter Stebbing fékk einnig viðurkenningu í þeim flokki.

Teiknimynd þeirra Shayne Ehman og Seth Scriver, Asphalt Watches, var valin besta fyrsta mynd kanadískra kvikmyndagerðarmanna.

 

Stikk: