Málmhaus heimsfrumsýnd á TIFF

Málmhaus, nýjasta kvikmynd Ragnars Bragasonar, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, sem hefst 5. september nk., að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

málmhaus

Hátíðin er ein sú virtasta af þeim kvikmyndahátíðum sem haldnar eru árlega í heiminum og þykir mikill heiður fyrir kvikmyndagerðarmenn að vera boðið að sýna verk sín á henni, eins og segir í blaðinu. Auk þess eykur sýning á hátíðinni líkur á því að kvikmynd hljóti góða dreifingu og sölu.

Samkvæmt Morgunblaðinu þá mu Ragnar sækja hátíðina og framleiðendurnir sömuleiðis, þeir Árni Filippusson og Davíð Óskar Ólafsson, sem og aðalleikkonan Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir. 

Í blaðinu kemur einnig fram að stuttmyndin Numbers & Friends eftir kanadíska leikstjórann Alexander Carson verði sýnd á hátíðinni, en með aðalhlutverk í þeirri mynd fer Atli Bollason sem starfar sem framleiðandi hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF.