The Raid verður líklega endurgerð

Indónesíska myndin The Raid er varla komin af Toronto Film Festival, en nú þegar er Screen Gems í viðræðum um að hugsanlega endurgera myndina fyrir amerískan markað. Það vill nefninlega svo til að systurfyrirtæki Screen Gems, Sony Pictures Worldwide Acquisitions, nældi í sér í réttinn til að dreifa upprunalegu myndinni í Norður-Ameríku á meðan að Cannes hátíðin átti sér stað.

The Raid fjallar um hóp af sérsveitarmönnum sem festast inni í stórri blokk sem er rekin af valdamiklum glæpaforingja, en með honum er sveit af miskunnarlausum sjálfsvarnar-köppum.

Eitt af því sem gerir myndina sérstaka er notkun leikstjórans, Gareth Evans, á bardagatækninni silat en hvernig það verður tæklað í endurgerð verður að koma í ljós. Endurgerðina vantar leikstjóra og hefur Evans staðfest að hann muni alls ekki taka að sér verkið; bæði vegna þess að hann vill ekki endurtaka sig og hann er að fara að taka upp framhald af The Raid í febrúar á næsta ári.

Screen Gems hefur áður endurgert erlendrar myndir fyrir amerískan markað, en árið 2008 var Quarantine gerð eftir spænsku hryllingsmyndinni [REC].