Höfundur Þyrnifuglanna látinn

Höfundur skáldsögunnar Þyrnifuglanna, eða The Thorn Birds, Colleen McCullough, sem  sjónvarpssería var gerð eftir og sýnd hér á landi við miklar vinsældir um árið, er látin, 77 ára að aldri.

B8jzXdxIEAAUxAC

Skáldsagan seldist í 30 milljón eintökum um allan heim og sjónvarpssería var gerð eftir henni árið 1983 með Richard Chamberlain, Barbara Stanwyck, Jean Simmons og Christopher Plummer, í helstu hlutverkum.

Sagan gerist í óbyggðum Ástralíu og fjallar um prest sem á í mikilli togstreytu á milli þess að sinna köllun sinni, og þrár sinnar til dóttur stórbónda. Serían er samkvæmt TV Guide með næst hæstu einkunn á eftir sjónvarpsþáttunum The Roots, eða Rætur.

thorn birds

Á sínum tíma seldist sjónvarpsréttur bókarinnar á 1,9 milljón Bandaríkjadali, sem var met.

McCullough fæddist í Ástralíu en bjó og nam erlendis í mörg ár. Hún var taugalífeðlisfræðingur og vann við spítala í Ástralíu og í Bretlandi, og einnig í tíu ár við Yale læknaskólann í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum.

Auk þess að skrifa Þyrnifuglana, þá skrifaði hún tíu aðrar skáldsögur, en sú síðasta, Bittersweet, kom út árið 2013.

Andlit hennar var sett á frímerki í Ástralíu. „Hún var einn fyrsti ástralski rithöfundurinn til að ná árangri á alþjóðavísu,“ samkvæmt HarperCollins Books í Ástralíu.