Sjóræningjarnir taka völdin

Fjórða Pirates of the Carribbean myndin, On stranger Tides, sigldi beint á toppinn á aðsóknarlistanum í Bandaríkjunum þegar hún var frumsýnd nú um helgina.
Áætlaðar tekjur af sýningum helgarinnar eru 90,1 milljón Bandaríkjadala, sem er besta frumsýningarhelgi myndar í Bandaríkjunum það sem af er ári. Aðsóknin á myndina var þó heldur minni heldur en á mynd númar 2, en sú mynd rakaði saman 135,6 milljónum dala á sinni fyrstu helgi í sýningu, og sú þriðja tók inn 114,7 milljónir dala.
Utan Bandaríkjanna hefur myndinni gengið enn betur, en 256,3 milljónir dala hafa komið þar í kassann, sem þýðir að um stærstu frumsýning allra tíma á mynd er að ræða, utan Bandaríkjanna.
Í öðru sæti aðsóknarlistans eru Brúðarmeyjarnar í Bridesmaids, með 21 milljón dala í aðgangseyri, á annarri viku á lista, en Thor féll niður í þriðja sæti, eftir að hafa verið tvær vikur á toppnum. Heildartekjur af myndinni eru orðnar 145 milljónir dala í Bandaríkjunum, sem þykir harla gott.
Hinir grjóthörðu naglar í Fast Five sitja í 4. sætinu með 10,6 miljónir dala í aðgangseyri en myndin hefur slegið í gegn og þénað 186,2 milljónir frá frumsýningu. Rio lenti í fimmtasæti, Priest í sjötta, Jumping the Broom í því sjöunda og svo Something Borrowed í því áttunda, Water for Elephants í því níunda og Tyler Perry´s Madea´s Big Happy Family í tíunda sætinu.