Thor 2 finnur nýjan leikstjóra

Game of Thrones leikstjórinn Alan Taylor hefur verið ráðinn til gerðar Thor 2. Þar með líkur (vonandi fyrir Marvel) hringekjureiðinni sem leitin að arftaka Kenneth Branagh hafði verið. Svo virðist sem Marvel hafi verið staðráðnir í að finna einhvern með reynslu frá Game of Thrones til þess að leikstýra Thor 2, því þeir höfðu áður boðið Brian Kirk starfið, og talað við Daniel Minahan er báðir hafa leikstýrt þáttum úr seríunni. Þeir réðu svo loksins Patty Jenkins til þess að stýra, en misstu hana (eða létu fara) nokkrum mánuðum síðar.

Fregnir herma að Marvel hafi lagt áherslu á að finna einhvern með reynslu úr sjónvarpsleikstjórn til að taka að sér starfið, þar sem þeirra maður yrði að geta starfað hratt, undir álagi, og sterkum áhrifum frá framleiðendum. Alan Taylor verður sennilega þeirra maður. Hann á auk Thrones reynslu að baki úr seríum á borð við Oz, LOST, Rome, Carnivalé, Mad Men og The Sopranos, og hefur einnig gert nokkrar myndir í fullri lengd, m.a. The Emperor’s New Clothes frá 2011, sem skartaði Ian Holm í hlutverki Napoleon Bonaparte og fékk ágætis viðtökur. Myndin kemur út í nóvember 2013.