Norðurljós og álfar í myndbroti úr Íslandsþætti The Simpsons

f5c8a23ccc4ecdddbf6db095d2ed073eLokaþáttur 24 seríu The Simpsons verður sýndur í kvöld í Bandaríkjunum og kemur Ísland við sögu í þættinum. Ísland er mikill örlagavaldur í þættinum sem hefur verið gefið nafnið The Saga of Carl Carlsson. Aðdáendur Simpsons-fjölskyldunnar vita að Carl þessi, sem er starfsfélagi Homers í kjarnorkuveri bæjarins, er afrískur Íslendingur.

Í lokaþættinum umrædda detta Carl, Lenny, Homer og bareigandinn Moe í lukkupottinn þegar þeir hreppa stóra vinninginn í happdrætti Springfield. Carl ákveður hins vegar að stinga af með allan peninginn til Íslands. Hinir þrír, með Homer í broddi fylkingar, ætla ekki að láta Carl komast upp með svikin og leggja af stað í norrænt ferðalag, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá Fox-sjónvarpsstöðinni.

Íslenska hljómsveitin Sigur Rós semur tónlistina fyrir þáttinn og bregða einnig fyrir.

Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þáttinn sem verður sýndur í kvöld. Homer, Lenny og Moe eru þar greinilega að bíða fyrir utan húsið hans Carl, umkringdir norðurljósum og dansandi álfum.