Ellen kynnir Óskarsverðlaunin næsta ár

ellenGamanleikkonan og spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres mun kynna næstu Óskarsverðlaunahátíð í Kodak höllinni þann 2. mars, 2014.

Ellen, sem er 55 ára, var kynnir á Óskarsverðlaununum árið 2007 og verður þetta því í annað sinn sem hún kynnir verðlaunin. Seth McFarlane var kynnir á hátíðinni síðast og var tekið misjafnlega. Talið er að akademían hafi viljað fara öruggar leiðir að þessu sinni og því valið Ellen.

Akademían hefur síðustu ár reynt að laða yngri áhorfendur að Óskarsverðlaunahátíðinni og fékk meðal James Franco og Anne Hathaway til að kynna um árið. Þau komu ekki vel út og ári seinna var Billy Crystal mættur á nýjan leik eftir margra ára hlé, og þótti það öruggt skref hjá akademíunni.

Ellen stóð sig vel síðast þegar hún var kynnir og eigum við eflaust von á frábærri skemmtun frá þessum gleðigjafa.

Hér má sjá myndband af því þegar Ellen var kynnir á hátíðinni árið 2007.