Jennifer Lopez verður meðlimur akademíunnar

jloBandaríska kvikmyndaakademían hefur úr vöndu að ráða ár hvert hvaða kvikmyndir, leikarar, leikstjórar og aðrir í kvikmyndageiranum hafa skarað fram úr og hverjir hreppa styttuna frægu á Óskarsverðlaununum. Akademían stendur af fólki úr öllum áttum í kvikmyndabransanum og nú hefur akademían boðið 276 manns að bætast í hópinn.

„Þessir einstaklingar eru á meðal þeirra hæfustu í kvikmyndageiranum í dag.“ sagði forseti akademíunnar, Hawk Koch. „Hæfileikar þeirra og sköpunargleði hefur haft mikil áhrif á ímyndunarafl fólks allstaðar að í heiminum, og við erum stolt að bjóða þau velkomin í hópinn.“ sagði Koch að lokum.

Við skulum líta yfir nokkur áhugaverð nöfn þeirra sem var boðið að vera meðlimir akademíunnar.

Jason Bateman
Rosario Dawson
Kimberly Elise
Joseph Gordon-Levitt
Charles Grodin
Rebecca Hall
Lance Henriksen
Milla Jovovich
Lucy Liu
Jennifer Lopez
Alma Martinez
Emily Mortimer
Sandra Oh
Paula Patton
Michael Peña
Emmanuelle Riva
Jason Schwartzman
Danny Trejo
Chris Tucker

Athygli vekur á áhuga akademíunnar á nöfnum á borð við Jennifer Lopez í raðir þeirra. Lopez hefur m.a. verið tilnefnd níu sinnum til Razzie verðlaunanna. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa staðið sig hvað verst í kvikmyndageiranum. Það má einnig taka það fram að hún var tilnefnd sem versta leikkona síðasta áratugs á þessum verðlaunum árið 2010.

Einnig þykir furða að akademían velji Chris Tucker, sem hefur aðeins leikið í fjórum kvikmyndum á seinustu 14 árum og telja Rush Hour framhaldsmyndirnar þrjár af þeim fjórum.