Nýtt í bíó – The Martian!

Sena frumsýnir kvikmyndina The Martian á föstudaginn næsta, þann 2. október. Myndin er eftir leikstjórann Ridley Scott og er byggð á samnefndri metsölubók eftir Andy Weir.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Geimfarinn Mark Watney (Matt Damon) er talinn látinn eftir að ofsafenginn stormur gengur yfir. Félagar hans skilja hann því eftir. En Watney lifði af og er nú einn og yfirgefinn, fastur á fjandsamlegri plánetu. Hann hefur takmarkaðar vistir og verður að treysta á brjóstvit sitt, hugvit og lífsviljann til að senda merki til jarðar um að hann sé enn á lífi.

matt-damon-the-martian2-726x400

Myndinni hefur verið líkt við að Appollo 13 mæti Cast Away.

Í tilkynningu frá Senu segir að myndin fái frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda og þyki marka endurkomu Ridleys Scott:

„Matt Damon er frábær félagsskapur. Leikurinn áhrifaríkur og persónan sérstaklega trúverðug.“
– THE HOLLYWOOD REPORTER

„The Martian ætti að gera miklu meira en að færa Fox sand af seðlum; umfram allt getur myndin kveikt áhuga nýrrar kynslóðar á geimferðum og blásið geimförum framtíðarinnar anda í brjóst!“
– VARIETY

„Úr myrkrinu kemur nokkuð sem við héldum að við sæjum aldrei framar: góð kvikmynd eftir Ridley Scott“.
– THE GUARDIAN

„Það langbesta sem komið hefur frá bæði Matt Damon og leikstjóranum Ridley Scott í mörg ár!“
– EMPIRE MAGAZINE

The Martian er sýnd í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri.