Halle Berry lendir í morðingja fortíðar

Fyrsta myndin af leikkonunni Halle Berry úr myndinni The Call hefur verið birt, en myndin er eftir leikstjóra andvökutryllisins The Machinist, Brad Anderson. Myndin verður frumsýnd 15. mars nk. í Bandaríkjunum.

Eins og sést á myndinni er Halle Berry þarna að svara í neyðarsíma hjá lögreglunni í Los Angeles.  Þeir sem sáu The Machinist, þar sem Christian Bale lék aðalhlutverkið, vita að Anderson getur gert áhugaverðar myndir. Anderson hefur einnig gert spennutryllinn Transsiberian Chief.

Handritshöfundur The Call, Richard D’Ovidio,  á að baki myndir eins og Exit Wounds og Thir13en Ghosts.

The Call var upphaflega kölluð The Hive, og fjallar um konu sem vinnur við að svara í neyðarnúmerið 911. Hún þarf að horfast í augu við morðingja úr fortíð sinni til að bjarga unglingsstúlku, sem leikin er af Abigail Breslin.

Von er á stiklu úr myndinni fljótlega.