Charlie Kaufman og Brim í Myndvarpi frá Gautaborg

Kvikmyndahátíðin í Gautaborg hefur verið í aðalhlutverki í þremur síðustu Myndvarpsþáttum Ara Gunnars Þorsteinssonar. Myndvarp eru svokallað hlaðvarp – þ.e. einskonar útvarpsþættir á netinu. Ari Gunnar sá einar 35 kvikmyndir á hátíðinni, og fjallar hann um það sem stóð upp úr á hátíðinni að hans mati.

Einnig er í Myndvarpi viðtal við Árna Ólaf Ásgeirsson, leikstjóra Brim, sem sýnd var á hátíðinni, og einnig er sérstakur þáttur um heiðursgest hátíðarinnar, leikstjórann og handritshöfundinn Charlie Kaufman. Sá þáttur blandar saman umfjöllun um valdar myndir hans, sem og upptökum frá blaðamannafundi með honum, sem Ari var viðstaddur.

Meðal mynda sem sýndar voru á Gautaborgarhátíðinni og fjallað er um í Myndvarpi má nefna: Black Swan, 127 Hours, The King’s Speech, Rabbit Hole, The Troll Hunter, Uncle Boonmee Who Can Recall His Past Lives, Blue Valentine, Meek’s Cutoff og fleiri.

Myndvarpsþættina má finna á heimasíðu Myndvarps: www.myndvarp.libsyn.com, í iTunes Music Store og á Facebook-síðu Myndvarps: www.facebook.com/myndvarp.