Frumsýning: The Hunger Games: Catching Fire

ID_D15_06219.dngMyndform frumsýnir kvikmyndina The Hunger Games: Catching Fire á föstudaginn næsta, þann 22. nóvember í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri, Bíóhöllinni Akranesi, Ísafjarðarbíói og Selfossbíói.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Katniss Everdeen og Peeta Mellark eru komin aftur heim eftir að hafa sigrað í Hungurleikunum. Sigurvegarar Hungurleikanna Þurfa að fara í svokallaða “Sigurferð,“ og því verður Katniss og Peeta að yfirgefa fjölskyldu sína og vini og fara í ferðalag til allra hverfanna í Panem. Á meðan á ferðalaginu stendur skynjar Katniss að uppreisn sé í uppsiglingu. Höfuðborgin (“The Capitol“) situr þó enn við stjórnvölinn og Snow forsetinn er í óða önn að undirbúa Hungurleika sem gætu haft varanleg áhrif á framtíð Panem.

ID_D30_12018.dng

 

 

 

Aðalhlutverk: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Woody Harrelson, Donald Sutherland, Stanley Tucci og Philip Seymour Hoffman.

Leikstjórn: Francis Lawrence

Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri

Aldursmerking: 12 ára

Fróðleiksmolar til gamans: 

Fyrsta Hunger Games-myndin kostaði 78 milljónir dollara í framleiðslu en skilaði tekjum upp á tæplega 700 milljónir dollara og er þá einungis miðað við kvikmyndahús. Það má alveg reikna með að Catching Fire eigi eftir að slá fyrstu myndina út í vinsældum og
bíða menn nú spenntir eftir að sjá hver árangur hennar verður.