Hungurleikum spáð metaðsókn

catching fire 2Sérfræðingar sem hafa það að lifibrauði að spá og spekúlera í aðsókn í bíóhús í Bandaríkjunum, spá því að The Hunger Games: Catching Fire muni þéna á bilinu 140-150 milljónir Bandaríkjadala á opnunarhelgi sinni, en frumsýningardagurinn er 22. nóvember nk.

Líklega er þessi spá frekar varfærin, enda ríkir mikil eftirvænting fyrir sýningu myndarinnar.

Aðrir og enn bjartsýnni sérfræðingar telja að myndin fari upp í 160 milljónir dala á frumsýningarhelginni.

Talið er líklegt af flestum að myndin muni slá við fyrstu myndinni hvað aðsókn varðar en hún þénaði 152 milljónir dala á frumsýningarhelginni. Það hjálpar líka til að myndin verður frumsýnd vikuna fyrir þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum, en fyrri myndin var frumsýnd í marsmánuði.

Ef spár ganga eftir þá mun þetta verða aðsóknarmesta mynd í nóvember frá því sögur hófust.

Núverandi nóvembermet á myndin The Twilight Saga: New Moon, 142 milljónir dala.