Hungurleikarnir – ný stikla

the-hunger-games-jennifer-lawrence-katnissNý alþjóðleg stikla er komin út fyrir myndina The Hunger Games: Catching Fire. Stiklan er styttri og snarpari en fyrsta stiklan sem kom í júlí sl., og í henni er nokkuð af nýjum atriðum sem ekki voru í hinni stiklunni. Meira sést af ytri veruleikanum en áður og meira er um vísinda- og tæknilegt sjónarspil, til dæmis þegar gefin er innsýn í nýja keppendur í Hungurleikunum.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Eins og sést í stiklunni þá er persóna Donalds Sutherland ekki ánægð með þau áhrif sem Katniss Everdeen, sigurvegari Hungurleikanna úr fyrstu myndinni, hefur nú á fólkið í landinu og fær persónu Philip Seymour Hoffman til að hjálpa sér að greiða úr þessu vandamáli, þ.e. að koma Everdeen fyrir kattarnef.

Myndin hefst eftir að Katniss Everdeen kemur heim til sín eftir að hafa unnið 74. árlegu Hungurleikana ( Hunger Games ), ásamt félaga sínum Peeta Mellark. Sigur þýðir að þau verða núna að fara í sigurferð um landsvæðin ( districts ) og skilja vini sína og fjölskyldur eftir heima. Í ferðinni skynjar Katniss að uppreisn er í aðsigi, en The Capitol stendur samt traustum fótum og Snow forseti er að undirbúa 75. árlegu Hungurleikana ( The Quarter Quell ) – sem er keppni sem getur breytt landinu Panem til framtíðar.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi 22. nóvember nk.