The Hobbit – Videoblogg 4

Eins og við vitum öll eru tökur á Hobbitanum í fullum gangi, og hafa verið frá því í byrjun árs. Peter Jackson er leikstjóri sem að veit hvað það skiptir miklu máli að leyfa aðdáendum að fylgjast með kvikmyndagerðinni, og hefur hingað til gefið út þrjú frábær videoblogg sem segja frá ákeðnum hluta gerðar myndarinnar. Og já – nú er hið fjórða komið á netið og það er eins frábært og hin fyrri. Í þetta skipti er aðallega fjallað um þær áskoranir sem fylgir því að taka myndina upp í þrívídd – og 48 ramma á sekúndu – en þetta er fyrsta stórmyndin sem tekur það skref.

The Hobbit: An Unexpected Journey er væntanleg í Desember 2012, og The Hobbit: There and Back Again í Desember 2013. Þetta þarf ekki að vera lengra, myndbandið má finna hér, á facebook síðu Peter Jackson. Ég hvet alla sem hafa gaman af kvikmyndagerð að kíkja á það og fyrri myndböndin, það er hrein unun að fá að kíkja inn í gerð myndarinnar þegar hún er að gerast eins og þetta.

Gaman er að geta þess líka, fyrir þá sem finnst þetta ekki nóg, að Quint frá nördasíðunni Aintitcoolnews, er á Nýjasjálandi með tökuliðinu sem gestafréttamaður og mun fylgja þeim eftir í næstu tvo mánuði er farið verður í útitökur. Fyrsta bloggið hans datt á netið fyrir nokkru, og er einnig skemmtileg lesning.