Drekinn Smaug á þotu

Fyrsta opinbera myndin af drekanum Smaug hefur verið prentuð á flugvél frá New Zealand Air en vélin er á leiðinni til Los Angeles í dag vegna heimsfrumsýningar á myndinni The Hobbit: The Desolation of Smaug. 

Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá var Hobbita þríleikurinn myndaður í Nýja Sjálandi, og New Zealand Air á í markaðssamstarfi við framleiðendur myndanna.

Smelltu til að sjá myndina stærri.

hobbit

 

Söguþráður myndarinnar er þessi: Eftir að hafa komist yfir ( og undir ) þokufjöllin, þá þurfa Thorin og félagar að fá aðstoð hjá ókunnugum en kraftmiklum manni áður en þeir takast á við hættur Mirkwood skógar – án galdramannsins. Ef þeir ná í mannabyggðir í Lake-Town þá er komið að hobbitanum Bilbo Baggins að efna samning sinn við dvergana. Flokkurinn þarf nú að ljúka ferð sinni til Lonely Mountain og Baggins þarf að finna leynidyrnar sem gefur þeim aðgang að forðanum sem drekinn Smaug hefur safnað að sér. Og hvert er Gandálfur farinn? Og hvaða erindi á hann suður á bóginn?

Myndin verður frumsýnd hér á Íslandi 27. .desember nk.