Tarantino endurskrifar The Hateful Eight

tarantino-hatefulHandritið að The Hateful Eight var leiklesið af leikstjóranum sjálfum, Quentin Tarantino, í Los Angeles um helgina. Stjörnur á borð við Samuel L. Jackson, Kurt Russell og Tim Roth mættu til þess að túlka persónur handritsins.

Fyrir leiklesturinn var haft eftir Tarantino að hann væri að endurskrifa handritið að myndinni. „Ég er að vinna að öðru uppkasti. Þetta er fyrsta uppkastið.“

Miðarnir á leiklesturinn kostuðu 200 dollara og fyrir það gafst fólki færi á að sjá leikstjórann á sviði ásamt leikurum sem léku eftir lestri hans.

Eins og flestir aðdáendur Tarantino vita þá hætti hann við að gera kvikmyndina The Hateful Eight, eftir að handritið að myndinni lak til umboðsmanna í Hollywood. Tarantino segist hafa komist að lekanum þegar umboðsmenn byrjuðu að hringja í hann og biðja um hlutverk fyrir leikara sína. Það lítur þó út fyrir það að leikstjórinn sé byrjaður að endurskrifa handritið og því er ekki við öðru að búast en að myndin gæti orðið að raunveruleika.

Film Independent Presents The World Premiere Of A Staged Reading By Quentin Tarantino: "The Hateful Eight"   Film Independent Presents The World Premiere Of A Staged Reading By Quentin Tarantino: "The Hateful Eight"

Tarantino hefur þó höfðað mál á grundvelli höfundarréttarbrota gegn vefsíðunni Gawker Media fyrir að dreifa handriti sínu að kvikmyndinni og mun hann mæta forsprökkum vefsíðunnar í réttarsal í janúar á næsta ári.