Litríkt sjónarspil Gatsby – Ný stikla

Stikla númer 2 er komin fyrir The Great Gatsby, nýjustu mynd leikstjórans Baz Luhrmann, sem gerði meðal annars söngvamyndina ævintýralegu Moulin Rouge.

Myndin er byggð á frægri skáldsögu F. Scott Fitzgerald með sama nafni.

Miðað við það sem sjá má í stiklunni þá má fólk eiga von á litríku sjónarspili, með fullt á rokktónlist úr samtímanum, eins og Luhrmann er þekktur fyrir, auk þess sem myndin er í þrívídd.

Sjáið stikluna hér að neðan:

Myndin segir frá rithöfundinum Nick Carraway sem fer frá miðvesturríkjum Bandaríkjanna til New York vorið 1922, þegar djassinn og hið ljúfa líf ræður ríkjum í borginni. Nágranni Nicks í New York er hinn dularfulli milljónamæringur Jay Gatsby, og dregst Nick inn í heim hinna ofur ríku, heim sjónhverfinga, ásta og svika.

 

Myndin kemur í bíó 17. maí nk. í Bandaríkjunum.