Hinn mikli Gatsby er súrrealískur en flottur

Stikla fyrir næstu stórmynd Leonardo DiCaprio er komin út og lofar góðu, en DiCaprio fer með hlutverk Jay Gatsby í The Great Gatsby, sem verður jólamynd þessa árs. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en Baz Luhrmann sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikstýrt Australia og Moulin Rouge.

Myndin er byggð á samnefndri bók eftir F. Scott Fitzgerald og kom út árið 1925. Bókin er víða talin meistaraverk og fjallar um ungan mann að nafni Nick Carraway sem snýr aftur úr fyrri heimsstyrjöld og kynnist heimi þeirra moldríku. Hann kemst hins vegar að því að sá heimur er ekki jafn heillandi og hann sýnist í fyrstu, en hann kynnist meðal annars partý ljóninu Jay Gatsby. Tobey Maguire mun fara með hlutverk Carraway og Carey Mulligan mun leika ástkonu Gatsby.

Stikluna má sjá hér fyrir neðan.

Mér sýnist Leo negla þetta hlutverk og stíllinn hans Baz er alltaf flottur. Ég er hins vegar enginn stóraðdáandi Australia og Moulin Rouge þannig að ég er ekkert yfir mig spenntur. Hvað finnst þér, lesandi góður ? Heillar stiklan þig meira en mig ?