Penn og Bale saman í stríði?

Vefsíðan Deadlin segir nú frá því að stórleikarinn Sean Penn sé líklegur til að ganga til liðs við Christian Bale í myndinni The Last Photograph. Myndinni er byggð á handriti eftir handritshöfund 300, og verður henni leikstýrt af Niels Arden Opleve en hann leikstýrði The Girl With the Dragon Tattoo.

Myndin fjallar um stríðsfréttamann, leikinn af Bale, sem lifir einn af árás á hóp Bandaríkjamanna. Penn færi með hlutverk sérsveitamanns, en fjölskyldumeðlim hans er rænt af sama hópi og stóð fyrir árásinni. Samþykkir persóna Bale að fylgja sérsveitamanninum í leit að hryðjuverkamönnunum og bera kennsl á þá, fái hann að skrifa frétt um ferðina.

Samkvæmt Deadline er þetta eitt af mörgum verkefnum sem Warner Bros. hafa boðið Penn, en þar á meðal voru Superman-myndin Man of Steel og Gangster Squad. Hafnaði hann þeim báðum en er sagður hafa mikinn áhuga á að leika í stríðsmynd.

– Bjarki Dagur