Chuck Norris segir pass við EX3

Vissuð þið að Chuck Norris getur dripplað keilukúlu? Einnig bárust sögur um að Yoda hafi talað í fullkomlega eðlilegum setningum áður en kjafturinn á honum mætti hnefanum á Norris.

En…

…það er sama hversu „klikkaðslega töff“ Chuck Norris er eða hversu mikið hann skemmti sér við tökurnar á The Expendables 2, því eins og staðan er núna hefur hann engan áhuga að snúa aftur.

Kannski er hann bara hreinræktaður fýlupúki. Kannski sætti hann sig ekki við endanlega aldursstimpilinn á myndinni. Kannski er hann bara gamall (71 árs, takk fyrir!) og er löngu búinn að upplifa sinn skerf af sprengingum og rassaspörkum.

„Neibb,“ sagði Norris harðákveðinn í stuttu viðtali við Access Hollywood, „ég mun einungis vera með í mynd nr. 2. Það nægir mér.“ Það er ekki flóknara en það. Hann tók að vísu fram að honum hafi fundist leikhópurinn meiriháttar. Hann þekkti flesta í grúppunni nú þegar, fyrir utan Jason Statham og Terry Crews, að hans sögn.

Þá virðist allavega vera eitt laust hólf á plakatinu fyrir næstu mynd (eða þrjú reyndar, tæknilega séð). Hvern værir þú til í að sjá hlaupa í skarðið fyrir herra Norris?
Neeson? Eastwood? Russell? Affleck? fleiri?