Expendables 3 á eftir rosalegum kanónum

Þó svo að enn það sé rúm vika í frumsýningu The Expendables 2 á Íslandi er ljóst að augu margra eru á The Expendables 3 og hvaða hreðjastóru menn ákveði að taka að sér hlutverk í þeirri mynd. Framleiðendur Expendables miða hátt, en orðrómar eru um að þeir séu að eltast við Steven Seagal, Jackie Chan og fleiri.

Enn sem komið er hafa Sylvester Stallone, Bruce Willis og Arnold Schwarzenegger staðfest (óformlega) þátttöku sína í myndinni. Avi Lerner, framleiðandi myndarinnar, gaf út nú fyrir stuttu að þeir séu að eltast við Clint Eastwood, Wesley Snipes (þegar hann snýr aftur úr fangelsi..sji), Harrison Ford og Mickey Rourke (þeir vilja hann aftur eftir The Expendables 1). Einnig gaf hann sterklega í skyn að Nicholas Cage væri nánast staðfestur í The Expendables 3.

Holy smokes. Þetta er ekkert smá leikaralið. Hver framtíð The Expendables 3 verður er hins vegar háð velgengni The Expendables 2. Ljóst er að ef henni gengur illa þá mun The Expendables 3 líklegast ekki vera gerð eftir allt saman. Þannig að ef þið viljið sjá þessar kanónur saman á hvíta tjaldinu skuluð þið drífa ykkur í bíó á Expendables 2!