Nýjasta megrunaræðið – Horfðu á Shining!

Ertu í vandræðum með aukakílóin, en hefur gaman af hryllingsmyndum? Loksins er komin hin fullkomna lausn fyrir þig. Með því að skella hryllingsmynd í tækið, og horfa á hana sitjandi í sófanum, geturðu brennt jafnmikið af hitaeiningum og þú myndir brenna í hálftíma gönguferð.

Vísindamenn í háskólanum í Westminster hafa komist að þessari byltingarkenndu niðurstöðu. Eftir því sem myndin hræðir þig meira, því meiri hitaeiningum eru líklegri til að brenna.

Vísindamennirnir gerðu rannsóknir á tíu manns sem horfðu á úrval sígildra hryllingsmynda.  Þeir fylgdust með hjartslætti, súrefnisinntöku og koldíoxíðlosun, til að finna út hve mikla orku fólkið notaði meðan það horfði á myndirnar.

Vísindamennirnir fundu út að að meðaltali notuðu þátttakendur þriðjungi fleiri hitaeiningar þegar þeir horfðu á hryllingsmyndir, en ef þeir hefðu setið fyrir framan sjónvarpið með slökkt á því.

Þátttakendur brenndu 113 hitaeiningum með því að horfa á 90 mínútna mynd, sem er það sama og maður gerir þegar maður gengur í 30 mínútur. Þetta samsvarar hitaeiningum í litlu súkkulaðistykki.

Trikkið er að myndirnar þurfa að fá hjartað til að slá hraðar.

The Shining, með Jack Nicholson, skoraði hæst, og menn brenndu 184 hitaeiningum við að horfa á hana.

Mynd Steven Spielberg frá árinu 1975 Jaws lenti í öðru sæti með 161 hitaeiningu og hin

sígilda The Exorcist, frá árin 1973, með Max von Sydow í aðalhlutverki, lenti í þriðja sæti með 158 hitaeiningar.

Hér að neðan er listinn í heild sinni. Nú er bara að drífa sig út á vídeóleigu og byrja að brenna hitaeiningum!