Nolan talar um The Dark Knight Rises

Christopher Nolan kom fram í viðtali við kvikmyndatímaritið Empire nýverið og sagði nokkur orð um The Dark Knight Rises.

,,Þetta kemur eflaust einhverjum á óvart, en The Dark Knight Rises gerist löngu síðar en The Dark Knight, nánar tiltekið 8 árum síðar.“ sagði Nolan í viðtalinu. ,,Það er því óhætt að segja að Bruce Wayne sé ekki beint í góðu formi í upphafi myndarinnar.“

Nolan ræddi einnig við Empire varðandi illmennið í myndinni (Bane), sem er leikinn af Tom Hardy, en margir muna eflaust eftir Tom úr Inception. ,,Bane er brútal! Hann er stór gæi sem fílar að slátra mönnum. Þetta snýst ekki um slagsmál fyrir hann. Þetta snýst um blóðbað.“ sagði Nolan.

Empire ræddi einnig við búningahönnuð myndarinnar sem útskýrði grímuna sem Bane þarf að bera. Að hennar sögn meiðist Bane snemma í myndinni og þarf að nota gas til þess að lina sársaukann. Án grímunnar verður sársaukinn of mikill. Tvö rör eru innbyggð í grímuna sem tengjast í gaskúta sem Bane þarf að bera á bakinu.

Hér fyrir ofan er samanburður á grímunum í myndinni og í teiknimyndasögunum.

Þann 21.desember kemur út 6-7 mínútna löng klippa úr myndinni (!) að sögn Nolan. ,,Klippan mun, í meginatriðum, innihalda fyrstu 6-7 mínúturnar úr myndinni. Þetta er kynning á Bane ásamt smá smjörþef af myndinni.“ sagði Nolan.

Fyrir þá sem vilja vita meira um Bane mæli ég með þessu.