Hobbitafrumsýning gæti orðið meðal fimm stærstu

The Hobbit var frumsýndur í gær í Bandaríkjunum og þénaði samkvæmt tilkynningu frá Warner Bros kvikmyndafyrirtækinu 13 milljónir Bandaríkjadala í miðnætursýningum sem fóru fram á 3.100 bíótjöldum í gærkvöldi.

Til samanburðar þá þénuðu síðustu tvær myndir sem fengu jafnmikla dreifingu, Playing for Keeps og Killing Them Softly, minna en 13 milljónir yfir alla frumsýningarhelgi sína. Inni í aðsóknartölum Hobbitans eru 1,6 milljónir dala sem myndin fékk í tekjur af sýningum í IMAX risabíóum.

Menn eru að spá því að The Hobbit muni þéna yfir alla helgina á annað hundrað milljóna dala,  en ef myndin myndi þéna til dæmis 110 milljónir dala, þá myndi það verða fimmta besta frumsýningarhelgi ársins á eftir The Avengers, ( 207,4 millljónir dala ) The Dark Knight Rises, (160,9 milljónir dala ), The Hunger Games ( 152,5 milljónir dala ) og The Twilight Saga: Breaking Dawn Part 2 ( 141,1 milljónir dala ).

Til samanburðar er hér yfirlit yfir tekjur þessara fjögurra mynda eftir fyrsta sýningardag:

The Avengers , 18,7 milljónir dala
The Hunger Games, 19,7 milljónir dala.
The Dark Knight Rises, 30,6 milljónir dala
Breaking Dawn – Part 2 – 30,4 milljónir dala.

The Hobbit an Unexpected Journey verður forsýnd í dag á Íslandi.

Sjáðu stikluna fyrir myndina hér að neðan: