Nolan: Superman er allt öðruvísi en Batman

Kvikmyndaleikstjórinn Christopher Nolan segir að Supermanmyndin Man of Steel, verði ekki í sama stíl og The Dark Knight myndirnar, sem hann leikstýrði sjálfur. „Ég vil ekki að fólk haldi að við séum að gera það sama fyrir Superman og við gerðum fyrir Batman,“ sagði Christopher Nolan í samtali við The Playlist. Viðtalið veitti Nolan í tilefni af útgáfu The Dark Knight Rises á DVD og Blu-ray, en leikstjórinn var spurður fregna af Man of Steel í framhjáhlaupi.

Christopher Nolan er framleiðandi Man of Steel, en Zack Snyder leikstýrir.

„Þetta er mjög mikil Zack-mynd, og ég held að fólk eigi eftir að kunna vel að meta það sem hann hefur gert. Mér finnst hann vera að taka persónuna ótrúlega skemmtilegum tökum. Superman er allt öðruvísi persóna en Batman, þannig að það er ómögulegt að nota sömu nálgunina á þá báða.“

Skoðið kitluna fyrir Man of Steel hér að neðan:

Man of Steeel verður frumsýnd í júní á næsta ári.