Fyrsta kitlan úr Ridley Scott myndinni The Counselor!

Fyrsta kitlan er komin út fyrir stjörnum prýdda nýjustu mynd Ridley Scott, spennutryllinn The Counselor, sem margir bíða eftir.

Myndin er byggð á fyrsta kvikmyndahandriti rithöfundarins Cormac McCarthy.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan.

Myndin fjallar um lögfræðing, sem leikinn er af Michael Fassbender, sem fer út í hluti sem hann ræður ekki við þegar hann í óvitaskap sínum flækist inn í starfsemi eiturlyfjahrings.

Í myndinni leika einnig aðalhlutverk þau Brad Pitt, Javier Bardem, Cameron Diaz og Penélope Cruz. 

the counselor ..Árið 2009 var gerð kvikmynd eftir „heimsendabók“ McCarthy, The Road, með Viggo Mortensen og Kodi Smit-McPhee í hlutverkum feðga á ferð eftir að kjarnorkusprengja hefur sprungið á jörðinni.

Fyrir bókina The Road fékk McCarthy Pulitzer verðlaunin í Bandaríkjunum.

brad pittMcCarthy er einnig höfundur bókarinnar No Country for Old Men sem Coen bræður kvikmynduðu árið 2007.

The Counselor verður frumsýnd 25. október nk. í Bandaríkjunum.