„The Dude“ gefur út plötu

Óskarsverðlaunaleikarinn Jeff Bridges, sem vann Óskarinn í fyrra fyrir að leika kántríhetju í Crazy Heart, mun í sumar, gefa út plötu í fyrsta sinn hjá stóru útgáfufyrirtæki, að því er fram kemur í tilkynningu frá Blue Note plötufyrirtækinu.

Bridges vann að verkefninu með upptökustjóranum T-Bone Burnett, sem sjálfur vann Óskar fyrir að semja ásamt öðrum aðallag Crazy Heart myndarinnar; The Weary Kind.

Bridges samdi sjálfur hluta af efninu á plötunni auk þess sem hann tekur lög eftir aðra, eins og Tom Waits og Stephen Bruton, sem samdi tónlistina í Crazy Heart ásamt Burnett.

Gestir á plötunni verða meðal annars Rosanne Cash, elsta dóttir kántrýhetjunnar Johnny Cash, og fyrrum eiginkona Burnetts, Sam Phillips.

Ekkert hefur verið látið uppi með nafn á plötunni, né hefur neitt verið sagt um hvað lögin eigi að heita.

Burnett og Bridges hafa verið vinir í meira en 30 ár, en Burnett sá um tónlist í hinni goðsagnakenndu Bridges mynd The Big Lebowski, þar sem Jeff Bridges leikur slugsarann „The Dude“.

Bridges gaf síðast út plötu árið 2000 sem heitir Be Here Soon.

"The Dude" gefur út plötu

Óskarsverðlaunaleikarinn Jeff Bridges, sem vann Óskarinn í fyrra fyrir að leika kántríhetju í Crazy Heart, mun í sumar, gefa út plötu í fyrsta sinn hjá stóru útgáfufyrirtæki, að því er fram kemur í tilkynningu frá Blue Note plötufyrirtækinu.

Bridges vann að verkefninu með upptökustjóranum T-Bone Burnett, sem sjálfur vann Óskar fyrir að semja ásamt öðrum aðallag Crazy Heart myndarinnar; The Weary Kind.

Bridges samdi sjálfur hluta af efninu á plötunni auk þess sem hann tekur lög eftir aðra, eins og Tom Waits og Stephen Bruton, sem samdi tónlistina í Crazy Heart ásamt Burnett.

Gestir á plötunni verða meðal annars Rosanne Cash, elsta dóttir kántrýhetjunnar Johnny Cash, og fyrrum eiginkona Burnetts, Sam Phillips.

Ekkert hefur verið látið uppi með nafn á plötunni, né hefur neitt verið sagt um hvað lögin eigi að heita.

Burnett og Bridges hafa verið vinir í meira en 30 ár, en Burnett sá um tónlist í hinni goðsagnakenndu Bridges mynd The Big Lebowski, þar sem Jeff Bridges leikur slugsarann „The Dude“.

Bridges gaf síðast út plötu árið 2000 sem heitir Be Here Soon.