Mikið um að vera á Big Lebowski Fest

Það var mikið um dýrðir á nýafstaðinni Big Lebowski Fest 2012 sem haldin var í Keiluhöllinni, en um 130 manns mættu. Að sögn aðstandenda hátíðarinnar var fólk mjög sátt, enda gjörsamlega stappað og góð stemning.

Eins og fyrri ár voru ýmsar keppnir í gangi þetta kvöld. Sigurvegari búningakeppninnar var Sæþór Ásgeirsson, en hann mætti í sérsmiðaðri Folgers kaffidollu eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þeir sem fatta ekki referencið þá notaði Walter svipaða dollu fyrir öskuna hans Donny í The Big Lebowski.

Sigurvegari keilukeppninnar var Ari Jónsson með 177 stig og sigurvegari spurningakeppninnar var Aron Örn Brynjólfsson. Hann var með 9 stig af 10 og sigraði í bráðabana (!).

Á myndinni hér að neðan má sjá fyrsta, annað og þriðja sætið í keilukeppninni og á neðstu myndinni má sjá þá sem hrepptu fyrsta og þriðja sætið í búningakeppninni.