Nolan fer úr Batman í Howard Hughes

Nú er komið á hreint hvað leikstjórinn Christopher Nolan mun taka sér fyrir hendi eftir að hann lýkur við þriðju og seinustu Batman myndina, The Dark Knight Rises. Fyrir mörgum árum stóð til að Nolan leikstýrði kvikmynd sem byggð yrði á lífi auðjöfursins og sérvitringsins Howard Hughes, en þegar ljóst varð The Aviator, sem einnig var um Hughes, kæmi í kvikmyndahús á undan datt það verkefni upp fyrir.

En NY Magazine komst að því í nýlegu viðtalið við Nolan að verkefnið væri komið aftur á rétta braut. Nolan segir nógan tíma vera liðinn frá því að The Aviator, í leikstjórn Martin Scorsese, kom út sem og að hans eigin mynd muni fjalla um seinni ár Hughes.

– Bjarki Dagur