Hlakkar til að leika í Terminator á ný

arnoldEin stærsta líkamsræktarkeppni heims var haldin um helgina og er hún kennd við leikarann Arnold Schwarzenegger. Keppnin hefur undanfarin ár verið haldin í Ohio í Bandaríkjunum og um helgina var heiðursgesturinn mættur til þess að fylgjast með. Schwarzenegger sparaði ekki stóru orðin þegar æstir aðdáendur spurðu hann út í nýjustu Terminator-myndina sem er áætluð í tökur í næsta mánuði.

„Við hefjum tökur í miðjum apríl og tökurnar verða í fjóran og hálfan mánuð. New Orleans og San Francisco verða aðaltökustaðirnir og svo munum við einnig skjóta í Los Angeles. Ég hlakka mikið til, því seinast þegar þeir gerðu Terminator þá var ég víðs fjarri í stjórnmálum, en ég er kominn aftur núna og þeir eru mjög spenntir yfir því að hafa mig með. Handritið er frábært og ég hlakka mikið til.“ var haft eftir fyrrum ríkisstjóranum sem hefur verið að leika á fullu eftir að hann hætti í stjórnmálum.

Nýja myndin mun einnig skarta Jason Clarke, Emilia Clarke og Jai Courtney. David Ellis og Laeta Kalorgridis (Avatar, Shutter Island) munu framleiða og Patrick Lussier (Drive Angry) skrifar handritið.

Leikstjóri Thor: The Dark World, Alan Taylor, mun svo leikstýra myndinni sem er áætluð í kvikmyndahús þann 1. júlí 2015.