Topp 10 illmenni sem verða góð

Stundum gerist það, a.m.k. í bíómyndunum, að hin verstu illmenni breytast og verða góð.

Kvikmyndir.is lét taka saman topplista yfir illmenni sem verða góð á endanum, en hugmyndin kemur frá notanda síðunnar, Þórarni Emil Magnússyni, og þökkum við honum kærlega fyrir sendinguna. Við hvetjum notendur til að senda okkur topp tíu lista eða hugmyndir að öðru efni sem þeir vilja sjá á síðunni.

Hér er listinn góði:

1. Svarthöfði

Í gegnum allar Star Wars myndirnar hafði hann verið aðal illmennið og reynt að fá son sinn ( Loga ) yfir til myrku hliðarinnar en í endann, þegar Palpatine er að pynta son hans, fattar hann að hann vill bjarga syni sínum og drepur þá Palpatine.

2. Derek Vinyard úr American History X.

Derek hafði áður verið hálfgerður fyrirliði í nýnasistasamtökum og fer í fangelsi fyrir að  myrða tvo svarta menn með hrottalegum hætti. Þegar hann losnar úr fangelsi eftir að hafa eytt öllum sínum vistartíma í þvottahúsi fangelsisins með svörtum manni, er hann orðinn gjörbreyttur maður sem fyrirlítur alla nýnasista og reynir að koma bróður sínum úr því rugli.

3. Gru úr Despicable Me

Gru er aðalpersónan í myndinni og hann verður að lokum góði kallinn eftir að hafa sigrað alvöru illmennið Vector

4. Grinch

Trölli (Jim Carrey) reynir að stela öllu því sem tengist jólunum, en sér svo eftir því á endanum.

5Barbossa úr Pirates of the Carribean.

Barbarossa var aðal illmennið úr fyrstu myndinni en varð svo góður í annarri myndinni og ætlaði að hjálpa þeim að bjarga sjóræningjanum Jack Sparrow.

6. The Terminator

Eftir að hafa verið illmenni í fyrstu Terminator myndinni breytist hann úr drápsóðu vélmenni yfir í verndarengil.

7. Diego úr Ice age.

Í stað þess að ná barninu, loðfílnum og letidýrinu fyrir sverðtígra vini sína, til að éta þá að lokum, vingast hann við loðfílinn og letidýrið og bjargar þeim frá hinum sverðtígrunum.

8. Beetlejuice (Betelgeuse)

9.Lizard úr The Amazing Spider man.

Lizard var náttúrulega aldrei vondur, heldur var efnið að rugla í hausnum á honum, en svo fattar hann í endann að hann er að gera rangt og bjargar spiderman …

10. Severus Snape úr Harry Potter

(SPOILER)* Eftir að hafa verið látinn líta út eins og þvílíkur leiðindagaur í gegnum allar 8 myndirnar, enda að vinna fyrir aðal illmennið, endar hann svo á því að sýna að hann var góður allan tímann, en þetta var gert til að blekkja Voldemort.

Næsta illmenni til að ná inn á lista:

(Alex DeLarge úr Clockwork Orange

Þetta er á vissan hátt kaldhæðni. Eftir allt sem hann gekk í gegnum til þess að „hreinsa“ hugann virtist hann vera læknaður í endann, en í rauninni var hann ennþá spilltur.)

Detta þér í hug fleiri illmenni sem þér finnst að eigi heima á þessum lista? Skrifaðu þau endilega í spjallkerfið.