Stallone barinn í buff

Aðdáendur hins Óskarstilnefnda Sylvester Stallone, sem margir eru orðnir langeygir eftir nýrri mynd frá meistaranum, geta nú tekið gleðina sína að nýju, því von er á nýrri mynd í bíó á næstu dögum. Um er að ræða framhald hinnar æsispennandi Escape Plan, Escape Plan 2: Hades.

Nýja myndin mun reyndar ekki rata í bíó hér á landi, en ef menn eru á ferð í Lundúnum á næstunni, þá verður hún frumsýnd þar í landi 20. júlí.

Í myndinni leikur Stallone sem fyrr öryggissérfræðinginn Ray Breslin, sem hefur sérhæft sig í að brjótast úr úr rammgerðustu fangelsum veraldar, og hefur skrifað bók um þau fræði. Hann velur ekki auðveldustu leiðirnar í sínum rannsóknum, heldur lætur hann læsa sig inn í viðkomandi fangelsum, og reynir svo að finna leiðina út. Það getur kostað blóð, svita og tár.

Söguþráður nýju myndarinnar er eitthvað á þessa leið: Mörgum árum eftir að hann braut sér leið út úr rammgerðasta fangelsi veraldar, þá hefur Ray Breslin þjálfað upp nýja öryggis-sérsveit. En þegar einn liðsmaður hennar týnist, þá þarf Breslin að fara aftur til helvítisins sem hann slap eitt sinn út úr, til að bjarga vini sínum úr hinu óvægna umhverfi sem þekkt er undir nafninu Hades.

Sjáðu Stallone inni í hjarta Hades, þar sem hann er barinn eins og harðfiskur: