Harley Quinn kvikmynd í bíó 7. Febrúar 2020

Hliðarmynd úr and-ofurhetjukvikmyndinni Suicide Squad, byggð á persónunni Harley Quinn, Birds of Prey, hefur fengið opinberan frumsýningardag, 7. febrúar 2020.

Í myndinni munum við aftur fá að berja Quinn augum í túlkun Margot Robbie, 28 ára.

The Wolf of Wall Street leikkonan mun einnig koma að framleiðslu kvikmyndarinnar. Í myndinni verður kynntur til sögunnar splunkunýr þorpari, sem aldrei hefur sést áður á hvíta tjaldinu.

Leikstjóri myndarinnar er, samkvæmt The Wrap kvikmyndavefnum, Cathy Yan, sem er þekktust fyrir að skrifa handritið að og leikstýra kvikmyndinni Dead Pigs. Yan verður þar með þriðji kvenleikstjórinn til að búa til mynd sem byggð er á sögu úr teiknimyndaheimi DC Comics. Þá verður hún einnig fyrsta konan af asískum ættum til að leikstýra DC Comics mynd.

Leikkonurnar Black Canary, Huntress, Cassandra Cain og Renee Montoya munu samkvæmt The Wrap, leika persónur í fylgdarliði Harley Quinn í myndinni.

Margot kom sjálf fyrst fram með hugmyndina að því að gera hliðarmynd um Quinn árið 2015, og hefur síðan þá unnið að verkefninu.

“Ég kynnti hugmyndina um að gera bannaða kvikmynd um stelpugengi, þar á meðal Harley, af því að ég hugsaði, “Harley þarf að eiga vinkonur”. Harley finnst frábært að vera með fólki, þannig að það gengur ekki að hún sé ein á ferð í kvikmyndinni.”