RÚV sýnir stuttmyndir frá Kvikmyndaskóla Íslands

196614_10152369056815601_2001203117_nKvikmyndaskóli Íslands sýnir í samstarfi við RÚV valin verk á miðvikudagskvöldum í sumar og fram á haust. Um er að ræða vinningsmyndir úr skólanum og fyrsti hluti var síðasta miðvikudag þar sem stuttmyndin Kæri Kaleb var sýnd.

Stuttmyndirnar sem sýndar verða hafa margar hverjar ferðast á virtar kvikmyndahátíðir og fengið tilnefningar og verðlaun.

Hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem verða sýndir á miðvikudagskvöldum í sumar og fram á haust.

24.7 Kæri Kaleb (Anton Smári Gunnarsson/Erlendur Sveinsson) – Sagan segir frá strák að nafni Kaleb sem upplifir örlagaríkan dag þar sem allar ákvarðanir hafa afleiðingar.

31.7 Engill (Haraldur Sigurjónsson) – Ung kona ráfar stefnulaust um Reykjavík í haustsólinni. Eitthvað angrar hana og smám saman kemur í ljós hvað það er og til hvaða ráða hún grípur.

7.8 Stanislaw (Jón Már Gunnarsson) – Í myndinni fylgjumst við með fyrstu kynnum unga mannsins af nýju tengdafjölskyldunni. Þarna kemur við sögu forboðin ást, skuggaleg leyndarmál og misskilningur á milli menningarheima.

14.8 Utangarðs (Valgeir Gunnlaugsson) –  Í myndinni er fylgst með tveimur útigangsmönnum frá morgni til kvölds en þeir tengjast sérstökum böndum.

21.8 Viltu breyta lífi þínu? (Erlendur Sveinsson) – Líf eldri manns er bundið vana þangað til hann fær skilaboð frá æðri máttarvöldum um að nú sé tími breytinga.

28.8 Yfir horfinn veg (Andri Freyr Ríkarðsson) – Leigubílstjóri fer að sækja eldri konu. Hún er að leið á spítalann en skiptir skyndilega um skoðun. Þau aka saman í gegnum nóttina og konan stoppar hér og þar við staði úr fortíðinni.

4.9 Gunna (Óli Jón Gunnarsson) – Einsetumaður á bóndabæ fær óvænta heimsókn frá erlendri konu. Samskipti þeirra reynast erfið þar sem bóndinn kann ekki stakt orð í ensku.

11.9 Istigkeit (Dagur Ólafsson/Arnþór Þorsteinsson) – Í myndinni er reynt að fanga það hugarástand sem á sér stað þegar geðklofa einstaklingur hættir að taka lyfin sín.

18.9 Monika (Guðrún Helga Sváfnisdóttir) – Monika hefur alltaf verið fyrirmyndar samfélagsþegn, en streitist á móti þegar fullkomnunin er algjör. Hún heldur í andlegt ferðalag sem tekur á, en að lokum er vel þess virði.

25.9 Núna (Ólafur Örn Ólafsson) – Söguþráður kemur síðar…

2.10 Could it be found (Kristján Fímann Kristjánsson) – Söguþráður kemur síðar…