Amma vann Örvarpann

Myndin Amma eftir Eyþór Jóvinsson hlaut Örvarpann 2016, þegar úrslit voru gerð kunn í Örvarpinu í Bíó Paradís nú um helgina. Örvarpið er vettvangur örmynda á Íslandi, fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist, eins og segir í fréttatilkynningu.

Amma - Eyþór Jóvinsson

Von eftir Atla Þór Einarsson hlaut sérstok hvatningarverðlaun og myndin Breakfast eftir Garðar Ólafsson hlaut áhorfendakosningu.

Breakfast stilla úr mynd eftir Garðar Ólafsson Vin eftir Atla Þór Einarsson

Dómnefnd skipuðu Ása Helga Hjörleifsdóttir, Magnús Leifsson og Laufey Elíasdóttir. Heiðursgestur hátíðarinnar var Valdís Óskarsdóttir.

Þær 14 myndir sem voru sýndar á hátíðinni voru valdar af Dögg Mósesdóttur og Sindra Bergmann.

ALLIR saman