Stuttfréttir – Lohan, Hobbiti, Ærsladraugur

Leikstjórinn Christopher Nolan hefur ráðið David Oyelowo og David Gyasi, úr Cloud Atlas, í nýjustu mynd sína Interstellar. Matthew McConaughey leikur líka í myndinni sem fjallar um ormagöng, tímaferðalög og fleira sem Einstein náði aldrei að sanna.

Lindsay Lohan, 27 ára, hefur lokið þriggja mánaða meðferð á Betty Ford stofnuninni í Malibu í Bandaríkjunum. Þetta var í sjötta skiptið sem Lohan fer í meðferð. Nýjasta mynd hennar, The Canyons, var frumsýnd á mánudaginn. Dómar hafa ekki verið jákvæðir.

Resorvoir Dogs leikarinn Michael Madsen hefur lokið 30 daga meðferð við áfengissýki.  Hann er þó ekki alveg sloppinn því dómari hefur skipað honum að taka framhaldsmeðferð á göngudeild. Madsen var tekinn fullur á bíl sínum í fyrra.

Tökum á þríleiknum um Hobbitann er lokið á Nýja Sjálandi. Önnur myndin, The Hobbit: The Desolution of Smaug kemur í bíó um næstu jól. Lokamyndin, The Hobbit: There And Back Again, kemur jólin 2014. Peter Jackson leikstýrir. J.R.R. Tolkien samdi bókina.

rosemary dewittRosemarie DeWitt hefur verið ráðin til að leika aðalkvenhlutverkið í endurræsingu á hrollvekjunni Poltergeist, eða Ærsladraug, frá árinu 1982. Gil Kenan leikstýrir og David Lindsay-Abaire (Oz: The Great and Powerful) skrifar handrit.