Stuttfréttir – Djöfladýrkun og Diesel

Kvikmyndaleikarinn Vin Diesel úr Fast and the Furious hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í myndinni World´s Most Wanted, sem er spennu-ævintýramynd sem Dan Mazeau mun endurskrifa eftir uppkasti frá Will Staples og Sean O’Keefe.

NBC sjónvarpsstöðin ætlar að gera sjónvarpsþáttaröð, svokalla Mini series, um fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fyrrum forsetafrú, Hillary Clinton, með Diane Lane í aðalhlutverkinu.

NBC ætlar að gera fjögurra klukkustunda sjónvarpsseríu eftir metsöluhrollvekju Ira Levin, Rosemary´s Baby. Sagan fjallar um djöfladýrkun og flókið samband á milli ungra hjóna. Þættirnir gerast í París.

Showtime sjónvarpsstöðin ætlar að gera prufuþátt fyrir gamanþættina Trending Down með Philip Seymour Hoffman í aðalhlutverki. Hoffman leikur Thom Payne sem sér fram á úreldingu þegar auglýsingastofan hans er yfirtekin. Þetta eru fyrstu fréttir af Hoffman síðan hann fór í meðferð í vor.

sharknadoHákarla-költtryllirinn Sharknado, sem upphaflega var sjónvarpsmynd um fljúgandi hákarla sem sogast upp úr hafinu og gerð var fyrir Syfy sjónvarpsstöðina, er á leið í bíó. Hún verður sýnd á 200 bíótjöldum í Bandaríkjunum föstudagskvöldið 2. ágúst nk.