Stuttfréttir – 19. júlí 2013

Cate Blanchett, Christopher Harington og Djimon Hounsou hafa öll verið ráðin í hlutverk í teiknimyndinni How To Train Your Dragon 2. Hounsou leikur óþokkann Drago Bludvfist, Harrington leikur Dragon Prince, sem kallar sig mesta drekafangara í heimi, og Blanchett leikur Valka, sjálfskipaðan stríðsmann sem bjargar drekum úr prísund.

tom hanksTom Hanks og Ron Howard, aðalstjarnan og leikstjórinn í fyrstu tveimur myndum sem byggðar eru á bókum Dan Brown, snúa aftur í mynd sem gerð verður eftir Inferno nýjustu bók Brown. Frumsýning verður í desember 2015. Inferno er fjórða bók Brown og kom út í maí sl.

John Lithgow hefur bæst í leikarahópinn í Interstellar, nýjustu mynd Christopher Nolan. Ekki er vitað hvert hlutverk hans verður. Ellen Burstyn, Timothée Chalamet og Mackenzie Foy eru einnig orðuð við hlutverk í myndinni. Myndin er skrifuð af Nolan og bróður hans Jonathan. Aðrir leikarar staðfestir eru Matthew McConaughey, Jessica Chastain, Anne Hathaway, Casey Affleck, Michael Caine og Bill Irwin. Frumsýning verður 7. nóvember 2014.

costnerKevin Costner á viðræðum um að leika í Midnight Delivery, sem er hugarfóstur Guillermo Del Toro. Myndin fjallar um mann sem verður burðardýr fyrir eiturlyf til að bjarga lífi sonar síns.