Evrópsk kvikmyndahátíð ferðast um landið

Blásið hefur verið til evrópskra kvikmyndahátíð í Reykjavík í þrígang og nú síðast á Stockfish – Evrópskri kvikmyndahátíð 2015 sem haldin var í Bíó Paradís í febrúar síðastliðnum. Nú í annað sinn fer hátíðin allan hringinn, en farið verður á sex staði víðsvegar um land.

Evrópulöndin eru stærstu samstarfsaðilar Íslands í kvikmyndagerð en fjölmargar íslenskar kvikmyndir hafa notið stuðnings MEDIA áætlunar Evrópusambandsins.

stockfish

Hringferðin er unninn í samstarfi við verkefnið Films on the Fringe sem styrkt er af Creative Europe, í þeim tilgangi að bjóða upp listrænar gæðakvikmyndir í Norður-Evrópu.

Á þeim stöðum þar sem ekki er kvikmyndahús verða myndirnar sýndar með fullkomnum stafrænum færanlegum sýningarbúnaði, í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum.

Bíó Paradís sýnir nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk eldri mynda, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir fjölbreyttum kvikmyndatengdum viðburðum. Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla áhuga, þekkingu og menntun á kvikmyndalist.

ÓKEYPIS ER INN Á ALLA DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR

Sýningartímar eru kl 16:00, 18:00 og 20:00 á hverjum stað

  1. maí – Egilsstaðir
  2. maí – Höfn í Hornafirði
  3. maí – Akranes
  4. maí – Ísafjörður
  5. maí – Akureyri
  6. maí – Selfoss
Stikk: