Héraðið – Fyrsta stikla, plakat og ljósmyndir

Fyrsta stikla og plakat er komið út fyrir nýja íslenska kvikmynd eftir leikstjórann Grím Hákonarson, Héraðið, sem frumsýnd verður 14. ágúst nk.

Inga er miðaldra kúabóndi.

Eins og segir í opinberum söguþræði myndarinnar gerist Héraðið í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.

Hvílir lúin bein við rúllubaggana.

Helstu upplýsingar um myndina:

Leikstjóri: Grímur Hákonarson
Handrit: Grímur Hákonarson
Framleiðandi: Grímar Jónsson
Meðframleiðendur: Jacob Jarek, Ditte Milsted, Caroline Schluter, Sol Bondy, Jamila Wenske, Carole Scotta, Julie Billy
Aðalhlutverk: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hannes Óli Ágústsson, Hinrik Ólafsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir
Stjórn kvikmyndatöku: Mart Taniel
Klipping: Kristján Loðmfjörð
Tónlist: Valgeir Sigurðsson
Hljóðhönnun: Björn Viktorsson, Frank Mølgaard Knudsen og Sylvester Holm
Leikmyndahönnun: Bjarni Massi Sigurbjörnsson
Búningahönnun: Margrét Einarsdóttir
Hár og förðun: Kristín Júlla Kristjánsdóttir

Arndís Hrönn Egilsdóttir og Sigurður Sigurjónsson taka stöðuna við matarborðið.

Framleiðslufyrirtæki: Netop Films (Íslandi)
Meðframleiðslufyrirtæki: Profile Pictures (Danmörku), Haut et Court (Frakklandi) og One Two Films (Þýskalandi)
Framleiðslulönd: Ísland, Danmörk, Frakkland og Þýskaland
Upptökutækni: HD Digital

Lengd: 90 mín.
Frumsýning: 14. ágúst 2019
Sölufyrirtæki: New Europe Film Sales
Dreifing á Íslandi: Sena

Kíktu á stikluna og plakatið hér fyrir neðan:

Plakatið er glæsilegt.