Spielberg-frumsýningu í París frestað

Frumsýningu spennutryllis Steven Spielberg, Bridge of Spies, var frestað í gærkvöldi vegna hryðjuverkaárásanna í París. ST. JAMES PLACE

Leikstjórinn var á leið frá Berlín til Parísar til að vera viðstaddur frumsýninguna þegar voðaverkin voru framin.

„Vegna harmleiksins í París höfum við frestað öllum kvikmyndaviðburðum okkar. Við stöndum með íbúum Parísar og hugsarnir okkar eru hjá öllum þeim sem lentu á einhvern hátt í þessum hræðilegu atburðum,“ sagði kvikmyndaverið Fox í yfirlýsingu.

Spielberg var staddur í Berlín vegna frumsýningar myndarinnar í Þýskalandi. Í myndinni leikur Tom Hanks lögfræðinginn James B. Donovan sem tók þátt í samningaviðræðum um að leysa úr haldi flugmann njósnavélar sem var skotin niður af Rússum árið 1960.